Flýtilyklar
Brauðmolar
Ást og óvissa
-
Í felum
–Bara aðeins lengra, sagði Erika Powell hughreystandi og leit um öxl. Daisy Haregrove, bókavörður bæjarins og besta
vinkona Eriku, var aðeins fáein skref á eftir henni.
–Úff, þú sagðir það sama fyrir hálfum kílómetra síðan. Ég er alveg búin í fót leggjunum, sagði Daisy og strauk aðsniðn
ar íþróttabuxurnar til að leggja áherslu á orð sín.
Erika hlustaði ekki á hana. Daisy hafði alveg verið til í að bæta fjallgöngu við hefðbundna íþróttaiðkun þeirra þegar
Erika stakk upp á því í apríl, en þegar sumarið var liðið og síðan komið fram yfir áramótin hafði áhugi Daisy á útivist
mikið minnkað.
Þær höfðu að vísu aldrei áður gengið svona langa leið en fyrir nokkrum dögum hafði Erika fundið fyrir eirðarleysi sem
hún gat ekki hrist af sér. Hún vonaðist til að löng og hressandi gönguferð myndi róa hana, en án árangurs.
Hún þrammaði samt áfram eftir moldar slóðanum sem lá þvert yfir landskikann sem hún hefði keypt tveim árum áður.
–Ég hélt að þú vildir losa þig við fimm kíló fyrir vorið, sagði Erika.
–Já, ég vil það, svaraði Daisy másandi.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Eldsvoðinn
Mya Rochon gekk rösklega inn á rann sóknarstofuna sína. Hún saup á piparkökukaffinu sínu og naut þess að horfa
á jólaskreytingarnar sem prýddu skrifstofubygginguna sem rannsóknarstofan
var staðsett í.
Það var þó ekki jólagleðin sem fyllti hana bjartsýni heldur þær niðurstöður sem hún hafði fengið úr tilraunum með
krabbameinsmeðferð sem hún hafði fundið upp. Tilraunirnar höfðu staðið vikum saman og útkoman verið alveg eins og best varð á kosið.
Eftir margra ára vinnu og athuganir leit loksins út fyrir að henni hefði tekist að
þróa meðferð við illvígu heilakrabbameini.
Rannsóknarstofan hennar, sem hét TriGen, var á annarri hæð byggingarinnar.
Skrifstofa dr. Timothy Ott var á neðstu hæðinni.
Hún gekk inn um hliðardyr á byggingunni. Það var sunnudagur og enginn
öryggisvörður var á vakt um helgar. Þá var ekki hægt að fara inn um aðaldyrnar, aðeins út um þær. Mya bar lykilkortið sitt að nemanum og flýtti sér inn ganginn í áttina að lyftunum.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Martröð á aðventu
Addy WilliAams fann til í fótunum og var með dúndrandi höfuðverk er hún opnaði dyrnar á veitingahúsinu. Við móttökuborðið stóð miðaldra maður. Lykt af steiktum lauk og nautakjöti lagði fyrir vit hennar er húnvék sér að manninum.
Hann brosti fleðulega og var sennilega óhress með að fá viðskiptavin svona skömmu fyrir lokun. –Borða hérna eða
taka með heim? spurði hann.
–Hvorugt, sagði Addy og sýndi honum ljósmyndina af systur sinni. Myndin var orðin snjáð eftir að hafa verið tekin upp úr töskunni hvað eftir annað allan daginn. En heillandi bros Cassie lét ekkert á sjá. –Ég
er að leita að systur minni, sagði Addy og otaði myndinni að manninum. –Hefurðu séð hana?
Maðurinn leit sem snöggvast á myndina og hristi höfuðið. –Nei.
Addy barðist við óánægjuna sem blossaði upp innra með henni. Hún hafði fengið þessi sömu viðbrögð frá flestöllum sem hún hafði sýnt myndina af Cassie undanfarna tvo daga. Flestir virtust kæra sig kollótta eða urðu hreinlega pirraðir þegar Addy útskýrði fyrir þeim að myndin væri af 19 ára systur hennar sem væri saknað. Hún gat ekki annað en velt því fyrir sér hvort viðbrögð fólks hefðu orðið önnur ef Cassie væri bláeygð og ljóshærð en ekki meðEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Leyndarhjúpur
Nadia var með gæsahúð á handleggjunum og hún spenntist upp þar sem hún stóð í anddyrinu
í blokkinni sinni. Hún horfði vel í kringum sig til þess að sjá hvort það væri einhver að fylgjast
með henni. Það eina sem hún sá, eins og alla aðra morgna, var fólk á sömu leið og hún. Á leið
í vinnuna. Nema það fór aðeins hraðar yfir en aðra morgna vegna þess að það rigndi.
Nadia þrýsti veskinu og skjalatöskunni að sér og vonaði að hún næði að skýla sér betur fyrir
rigningunni undir regnhlífinni. Hárin aftan á hálsinum risu þegar hún gekk inn á gangstéttina.
Hún hafði ekki tíma fyrir vænisýki. Hún var nú þegar orðin tíu mínútum of sein í vinnuna. Það
skipti reyndar litlu máli þar sem hún var sinn eigin yfirmaður en hún átti að mæta á fund sem
hún vildi ekki verða of sein á.
Þú hefðir átt að hugsa um það á meðan þú gerðir þig fína fyrir vissan öryggissérfræðing
með kynþokkafull, brún augu.
Nadia sá spegilmynd sína í búðarglugga og hún hægði á sér til þess að skoða sig. Hún var í
þröngum, plómulituðum kjól sem undirstrikaði dökka húð hennar. Hann var alveg passlega
fleginn, ekki of kynþokkafullur og vinnuhæfur.
Svo fullkomnaði hvíta kápan útlitið. Hún hafði klætt sig svona til þess að líða vel og þegar hún
sá sjálfa sig í glugganum þá fannst henni hafa tekist vel til.
Hún átti skilið hamingju. Síðustu mánuðirnir höfðu verið þeir erfiðustu sem hún hafði upp
lifað. Hún gekk frá glugganum en snarstoppaði þegar hún sá mann hinu megin við götunaEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Lögreglustjórinn
Elding skaust yfir næturhimininn og Jace Castillo lögreglustjóri sá glitta í manninn sem hann
var að elta. Á sama tíma lenti byssukúla í vinstri öxlinni á Jace.
Hann fann gífurlega til, eins og eldheitur hnífur færi í gegnum líkama hans en Jace náði
að skýla sér á bak við tré.
Það var of dimmt svo Jace sæi sárið en hann fann fyrir hjartslættinum og blóðið renna.
Hann var að missa of mikið blóð. Hann fann það renna niður skyrtuna að framan og niður ermina.
Jace horfði út í rigninguna en hann sat í skjóli fyrir henni undir trjánum. Hann hafði
ekki séð manninn sem skaut hann en Jace vissi að hann var þarna enn. Gideon Martell
rannsóknarlögreglumaður myndi aldrei ganga í burtu frá þessu. Eða gefa sig fram.
Vegna þess að Gideon var spillt lögga.
Jace var með sönnun fyrir því og þess vegna hafði hann gert sér ferð í gamla húsið sem
Gideon átti rétt fyrir utan Culver Crossing, bænum sem Jace var lögreglustjóri í. Hann
ætlaði að handtaka Gideon og fara með hann til San Antonio, þar sem Gideon var heiðraður
lögreglumaður. Þeir höfðu meira að segja einu sinni verið vinir.
–Ertu enn á lífi lögreglustjóri? kallaði Gide on hæðnislega og bar greinilega enga virðingu
fyrir honum sem lögreglustjóra. En eins ogEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Skotmarkið
Leo Logan heyrði í einhverjum fyrir aftan sig en það var of seint. Hann sneri sér við og greip í byssuna sína. En áður en hann náði að draga hana upp þá fann hann sársauka í handleggnum.
Hann sá hníf og sá manninn sem hélt á honum. Maðurinn var klæddur í svart frá toppi
til táar og var með skíðagrímu. Hann stökk á Leo til þess að stinga hann aftur.
Leo fann adrenalínið flæða og snöggreiddist.
Hann hafði ekki hugmynd um hver þessi hálfviti var en hann ætlaði sér ekki að standa kyrr á meðan hann reyndi að stinga hann.
Leo beygði sig niður og forðaðist hnífinn og í sömu hreyfingu kýldi hann manninn í magann. Maðurinn gaf frá sér hljóð sem líktist því sem kemur þegar lofti er hleypt úr blöðru.
Leo hafði greinilega náð góðu höggi á hann en ákvað að ganga lengra. Hann rétti úr sér og kýldi manninn í andlitið. Maðurinn féll ekki niður í jörðina en skjögraði aftur á bak og Leo kýldi hann aftur. Maðurinn féll á hnén og missti
hnífinn úr höndunum.
Leo heyrði annað hljóð. Fótatak fyrir aftan sig. Hann sneri sér við og náði að draga upp byssuna í þetta skiptið. En þetta var ekki sú ógn sem hann bjóst við. Þetta var bróðir hans, Barrett Logan lögreglustjóri.
Það kom honum ekki á óvart að sjá bróður sinn þar sem þeir voru á bílastæðinu fyrir framan lögreglustöðina í Mercy RidgeEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Staðgöngumóðirin
Kara Holland stóð í myrkrinu og beið eftir morð ingjanum.
Hún heyrði sinn eigin hjartslátt þegar hún hallaði sér að hlöðuveggnum, hún reyndi að hlusta en heyrði ekki neitt. Ekki ennþá. En hún hafði gert allt það sem henni datt í hug til þess að lokka hann fram.
Og hún var tilbúin. Hún var með Glock byssuna í hendinni og hún kunni að nota hana, því mátti þakka þjálfun hennar. Ef það mistækist þá ætlaði hún að nota þjálfun sína í varnarbrögðum. Það var hins vegar ekki öruggt að hún myndi ná að stoppa hann en hún varð að reyna. Hún var orðin þreytt á því að búa við þennan kæfandi ótta.
Loksins heyrði hún eitthvað. Þetta var bíll.
Síðan heyrði hún dyr lokast. Hann hafði loks ins komið.
Það næsta sem hún heyrði var fótatak. Hann fór hægt yfir. Varlega. Hann gekk beint að hlöðunni.
Hún hafði slökkt öll ljós nema í hnakka geymslunni og hún hafði skilið eftir rifu á hurðinni svo að ljósið lýsti aðeins fram. Hún hélt sig í skugganum við baggana þannig að þegar morðinginn kæmi inn þá myndi hún
sjá hann.
Kara heyrði í honum.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Verndarhönd
Barrett Logan lögreglustjóri miðaði vasaljósinu niður í skurð og var að leita að líki.
Hann sá það ekki en hann vissi líka að hann myndi ekki finna neitt. Það var vandamálið við
að fá nafnlausa ábendingu. Það gæti einhver verið að plata. En þar sem hann var lögreglu
stjórinn í Mercy Ridge, Texas þá var þetta hluti af starfi hans.
Sérstaklega þessi ábending þar sem hann hafði fengið hana í gegnum skilaboð úr óþekktu
númeri.
Það er blóð nálægt bæjarmörkunum. Hún gerði það loksins. Hún myrti hann.
Barrett vissi ekki hver hún var en það var ekki eina orðið sem stóð upp úr að hans mati. Blóð,
loksins og myrti greip athygli hans líka. Ef þetta var hrekkur þá hafði sá sem sendi skilaboðin
viljað að hann stykki upp úr stólnum sínum til þess að rannsaka þetta sem fyrst.
Hann leit í kringum sig og gekk að bílnum sínum sem hann hafði skilið eftir í vegarkantin
um. Hann hafði sett ljósin á og var með háu ljósin á ef einhver skyldi vera á vappinu á þess
um tíma sólarhrings. Það var ekki líklegt. Þetta var sveitavegur og langt á milli bæja. Klukkan
var líka að vera eitt að nóttu til og flestir farnir að sofa. Mercy Ridge var ekki beint partíbær.
Barrett lýsti upp skiltið sem var minnst á í skilaboðunum. Þetta skilti benti ekki baraEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Brottnám
Þegar þú ert orðin örvæntingarfullur, þá borgar sig að halda í geðheilsuna og bíða.
Cheyenne O ́Connor gat ekki talið hversu oft móðir hennar hafði sagt þetta en síðasta skiptið
sem hún sagði þetta, var sem brennt í minni henn ar. Það var þegar móðir hennar dó. Cheyenne dró
sængina upp yfir haus þennan morgun. Hún var ekki tilbúin til þess að horfast í augu við daginn
og var með samviskubit yfir því að hafa brugðist móður sinni. Hún varð að koma sér út úr rúminu
þrátt fyrir að henni liði eins og hún væri með lóð á ökklunum og það virtist ómögulegt. Sólarljósið
og kaffið sem beið hennar var ekki einu sinni nóg til þess að koma henni á fætur. Ekki heldur
vinkona hennar sem var örugglega komin heim af næturvakt á sjúkrahúsinu og beið hennar með
bros á vör og kaffibolla. Ally Clark hafði verið algjör lífsbjörg.
Cheyenne horfði á magann á sér og bumb una sem var horfin. En hún hefði átt að sleppa
því. Tilfinningarnar og tárin urðu yfirþyrmandi og tómarúm fyllti hana. Það myndi ekki breyta
neinu ef hún gréti en hún bað fyrir því að það myndi hjálpa henni að losna undan sorginni.
Það var svo skrítið að einhver sem hún hafði ekki einu sinni hitt var valdur öllum þessum
sársauka. En Cheyenne hafði þekkt barnið sitt.
Hún hafði fundið fyrir hreyfingum alveg þar til hún fæddi, fæðing sem fór virkilega illa.
Það eina sem hún átti eftir var þokukennd mynd þar sem átti að vera glöð minning, og tómt
fang þar sem barn átti að vera.
Ætti hún ekki að finna fyrir einhverju ef lífskrafturinn sem óx innra með henni hefði
snögglega dáið? Hefði hún ekki átt að finnaEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ofsóknir
–Takk fyrir að fylgja mér að bílnum Hamar. Brianna Adair veifaði í Jeff Hamm, kallaður Hamar, sem var dyravörður á barnum sem hún vann á, áður en hún settist í bílinn sinn. –Ekkert mál Brianna. Farðu varlega og mundu það sem við töluðum um, sagði Hamar og veifaði fingrinum til hennar. Hann var kannski hávaxinn og vöðvastæltur en hann var algjör kisi inn við beinið. Þar til einhver fór yfir strikið. Það var þá sem að hamarinn féll, þaðan fékk hann gælunafnið sitt. Hún lagaði baksýnisspegilinn og athugaði hvort hún sæi pallbílinn sem hún sá fyrir nokkrum dögum síðan. –Ef þessi hálfviti kemur aftur þá ferðu strax til löggunnar eins og þú gerðir áður. Hún setti bílinn í gang og blés hægt frá sér. Hún hafði ekki séð bílstjórann né númeraplötuna þannig að skýrslan hafði verið frekar þunn. Hún hristi óttann af sér sem hún fann aukast innra með sér og sagði sjálfri sér að hann kæmi ekki aftur í klessubílaleik. Hún lagaði spegilinn aftur og það eina sem hún sá var Hamar þegar hún keyrði í burtu. Stóri maðurinn stóð á planinu með krosslagðar hendur á meðan hún keyrði í burtu. Hjartað sló hraðar bara við tilhugsunina. En hún var staðföst manneskja. Hún hafði unnið á Cowboy Roundup í tvö ár og hún ætlaði ekki að leyfa einhverri fyllibyttu að hrekja sig úr vel borguðu starfi. Hún ætlaði sér samt ekki að vera barþjónn allt sitt líf. Hvað þá í langan tíma.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.