Flýtilyklar
Ást og óvissa
Lögreglustjórinn
Lýsing
Elding skaust yfir næturhimininn og Jace Castillo lögreglustjóri sá glitta í manninn sem hann
var að elta. Á sama tíma lenti byssukúla í vinstri öxlinni á Jace.
Hann fann gífurlega til, eins og eldheitur hnífur færi í gegnum líkama hans en Jace náði
að skýla sér á bak við tré.
Það var of dimmt svo Jace sæi sárið en hann fann fyrir hjartslættinum og blóðið renna.
Hann var að missa of mikið blóð. Hann fann það renna niður skyrtuna að framan og niður ermina.
Jace horfði út í rigninguna en hann sat í skjóli fyrir henni undir trjánum. Hann hafði
ekki séð manninn sem skaut hann en Jace vissi að hann var þarna enn. Gideon Martell
rannsóknarlögreglumaður myndi aldrei ganga í burtu frá þessu. Eða gefa sig fram.
Vegna þess að Gideon var spillt lögga.
Jace var með sönnun fyrir því og þess vegna hafði hann gert sér ferð í gamla húsið sem
Gideon átti rétt fyrir utan Culver Crossing, bænum sem Jace var lögreglustjóri í. Hann
ætlaði að handtaka Gideon og fara með hann til San Antonio, þar sem Gideon var heiðraður
lögreglumaður. Þeir höfðu meira að segja einu sinni verið vinir.
–Ertu enn á lífi lögreglustjóri? kallaði Gide on hæðnislega og bar greinilega enga virðingu
fyrir honum sem lögreglustjóra. En eins og
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók