Ást og óvissa

Ættardeilur
Ættardeilur

Ættardeilur

Published Mars 2018
Vörunúmer 3. tbl. 2018
Höfundur Barb Han
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Hvers vegna fann hann þá fyrir henni þar sem hann gekk í áttina til hennar? Hann kærði sig ekki um að taka eftir löngu leggjunum, stígvélunum, hvíta kjólnum eða síða, jarpa hárinu.
Það hafði ekki verið hans val að binda enda á ástarsamband þeirra. Hann hafði einfaldlega brennt sig á henni. Þegar hann hugsaði um það hversu auðvelt hún hafði átt með að binda enda á sambandið hleypti hann brúnum og fann fyrir reiði.
–Hvað ert þú að gera hér? hreytti hann út úr sér.
–Ég kom til að finna þig, svaraði hún og krosslagði hendurnar. Það gerði hún gjarnan þegar hún var svolítið taugaóstyrk en vildi leyna því.
–Ég á ekkert vantalað við þig, sagði hann og gnísti tönnum. Hann var vissulega reiður.
Sambandi þeirra hafði lokið fyrir fáeinum mánuðum og hann var enn ekki búinn að jafna sig eftir slitin. Hún leit vel út og það bætti vara gráu ofan á svart í hans augum.
–En ég þarf að tala við þig, sagði hún.
–Hvað er að? Hvar er nýi kærastinn? Ryder nam staðar. –Þú ert að sóa tíma þínum.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is