Flýtilyklar
Ást og óvissa
Átök aðalsins
Published
6. júlí 2012
Lýsing
Ljósið sem slapp í framhjá gardínunni í svefnherbergisglugganum dró hann nær, á milli dökkra furutrjánna. Hann hreyfði sig hljóðlaust og myrkrið þetta kvöld var algjört því tunglið var hulið skýjum. Um leið og hann hafði séð ljósið, áttað sig á því að það kom frá svefnherbergisglugganum, hafði hann ekki getað hamið sig. Hann hafði alltaf notið þess að fylgjast með fólki þegar það vissi ekki af honum. Þá sá hann ýmislegt sem fólk vildi ekki að neinn sæi. Hann komst að subbulegum leyndarmálum.