Flýtilyklar
Ást og óvissa
Auðurinn
Lýsing
Hún missti út úr sér lágt andvarp. Vikan hafði verið full af endalausum vandamálum og eitt af því efsta á listanum var að vera bíllaus meðan verið var að sprauta bílinn til að fjarlægja orðið drusla... í boði Owen þó að hann neitaði því... en næst á listanum yfir slæm vandamál var atvik á ferðalagi í framhaldsskóla þegar hún hafði ekki komist á salerni í sólarhring.
Síminn hætti að hringja og hún starði á tækið, sló létt með skótánni á gólfið og beið eftir að tilkynning um að hún ætti skilaboð í talhólfinu kæmi á skjáinn. Hún greip annars hugar um litlu drekafluguna í keðjunni um hálsinn meðan
hún beið. Mamma hennar hafði átt hálsmenið og henni fannst snertingin tengja þær saman og róa hana þegar henni leið eins og lífið væri á stjórnlausri ferð. Það var á svona stundum semMadelyn saknaði þess mest að hafa aldrei þekkt
mömmu sína.
Hún heyrði lokaorð Owen fyrir sér. Heldur þú að þú getir bara farið frá mér? Þú verður ekki vör við mig koma fyrr en ég legg til atlögu.
Henni leið eins og kaldir fingur gripu um hryggsúluna og fann kuldahrollinn fara um líkamann. Annað hvort var sá fyrrverandi að skilja eftir lengstu skilaboð í sögu skilaboðainnlesturs eða þá að þetta var enn einn sölumaðurinn.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók