Flýtilyklar
Ást og óvissa
Barnsránið
Lýsing
Eitthvað var öðruvísi en það átti að vera.
Holden Ryland, lögreglumaður í bandarísku alríkislögreglunni, þurfti ekki að treysta innsæi sínu sem lögreglumaður til að vita það. Það var dimmt í húsinu að undanskildu einu daufu ljósi í stofunni. Eigandinn, Nicky Hart, þoldi ekki myrkur og þegar hún var heima voru yfirleitt öll ljós kveikt.
Annað hvort hafði hún ætlað að sleppa spjallinu þeirra eða... Holden ákvað að halda sig við þá skýringu því hún var skárri en hin.
Það var ástæða fyrir því að þau þurftu að tala saman.
Ekki góð ástæða.
Holden lagði höndina á byssuna í hulstrinu og steig út úr bílnum. Hann var kominn nokkur skref þegar hvíta kisan hennar kom þjótandi undan veröndinni. Hún kom beint til hans, vafði sig um fæturna á honum og mjálmaði.
Annað merki um að eitthvað var að.
Nicky hleypti kettinum aldrei út.
Var Nicky þá inni? Ef hún var inni, hafði þá eitthvað komið fyrir hana? Holden blótaði sjálfum sér fyrir að hafa ekki laumast að húsinu. Þá hefði hann lagt lengra í burtu, læðst meðfram húsinu og litið inn um glugga. Ná grannarnir hefðu kannski séð það en það var betra en sumt af því sem honum datt í hug núna. Hann hafði ekki gripið til þessarar varúðarráðstöfunar af því að hann hafði ekki reiknað með að lenda í vandræðum.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók