Flýtilyklar
Ást og óvissa
Bleiki borðinn
Lýsing
Niðri í dalnum ljómuðu jólaljósin. En þarna í efri byggðum bæjarins, sem fyrrum voru eitt ríkasta hverfi í heimi, minnti fátt á jólin.
Boone ýtti kúrekahattinum upp á ennið og stundi þungan. Hann óttaðist að upplýsingarnar sem lögfræðingur fjölskyldunnar hafði fengið væru annaðhvort rangar eða að brögð væru í tafli. Fólk hafði áður reynt að græða á harmleik McGraw fjölskyldunnar.
Hann hafði hins vegar lofað Travers, föður sínum, að hann myndi fylgja vísbendingunni og elta slóðina, enda þótt hann væri mjög efins um að finna systur sína, Jesse Rose, sem hafði verið rænt úr vöggunni sinni fyrir aldarfjórðungi.
Boone leit á hrörlegu bygginguna þar sem Knightrannsóknarþjónustan átti að vera til húsa. Jim Waters, fyrrverandi lögmaður fjölskyldunnar, hafði talað við einkaspæjara að nafni Hank Knight í síma nokkrum sinnum.
Knight hafði spurt að ýmsu sem vakti grun Waters um að spæjarinn vissi meira en hann vildi vera láta. Waters hafði á hinn bóginn aldrei hitt manninn, þannig að það eina sem hann gat látið Boone í té var símanúmer og heimilisfang.
Síminn var ekki tengdur lengur og aldargamla múrsteinsbyggingin virtist vera auð og yfirgefin. Í sumum gluggum gat að líta rykug söluskilti og í öðrum aðeins ryk. Engin ljós voru kveikt, enda átti Boone svo sem ekki von á því að neinn væri að vinna svona seint.
Hann ætti kannski að fá sér herbergi á móteli og koma aftur morguninn eftir. Hann bjóst reyndar ekki við því að neitt yrði öðruvísi þá. Ferðalagið langa frá Whitehorse til
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók