Flýtilyklar
Ást og óvissa
Búgarðseigandinn
Lýsing
−Þú þarft ekki lengur á honum að halda, félagi. Náunginn hélt byssuhlaupinu þétt við gagnauga hans og sló fast í bakið á Nick. Nick hafði ekki séð þá sem tóku þau til fanga almennilega fyrr en núna. Hvar í fjáranum er Beth? Ef fulltrúi eiturlyfjaeftirlitsins hafði dottið aftur af baki, þá væri honum allteins trúandi til að brjálast. Eða mögulega verða drepinn. Hvað ef hún var slösuð eða eitthvað enn verra? Guð forði honum frá hvorutveggja. –Hvað er í gangi? spurði hann og reyndi að hljóma kæruleysislega. −Er þér eitthvað brátt um að drepast? −Það er ekki eins og það sé í fyrsta skipti. Endur batinn er mun erfiðara ferli. −Svo þú hefur áður orðið fyrir skoti? Hvernig náunginn dró i-ið benti til þess að hann ætti ættir að rekja til Suðurríkjanna. Náunginn tvísté og byssuhlaupið rakst harkalega í gagnauga Nick. –Hlustaðu nú vel á það sem ég segi. Núna fylgir þú mér að hrossinu þínu og vísar mér leiðina í burtu frá þessum guðsvolaða stað. Er það skilið? Að öðrum kosti kála ég þér strax. Þrýstingnum við gagnaugað létti hvergi og Nick fann hvernig náunginn andaði niður í hálsmál hans þegar hann leit um öxl sem hann gerði reglulega. Hverjum var hann að svipast eftir? Beth eða félaga sjálfs sín? Þau Beth höfðu veitt eftirför í það minnsta tveim hestum frá búðum smyglaranna sem þau höfðu rekist á af tilviljun. Rykskýið lengra uppeftir gilinu var sennilega eftir félaga náungans.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.