Flýtilyklar
Ást og óvissa
Býlið
Lýsing
Það var nóg af þeim. Fjórir fulltrúanna voru
líka frændur Josh. Og ef Grayson hefði búist við
að mæta manni með árásarriffil í þessu hefðbundna útkalli, hefði hann örugglega komið með
hina en ekki Josh.
–Þú gerðir mig að fógetafulltrúa, áminnti Josh
hann. –Þetta er hluti af starfinu.
Það hljómaði vel. Eins og eitthvað sem fógetafulltrúi í smábæ segði við yfirmann sinn.
En það var lygi.
Sannleikurinn var sá að Josh hafði komið aftur
heim eftir að hafa farið í leyfi frá FBI til að forðast byssumenn. Árásarriffla. Kúlur í bringuna.
Og blóðugu minningaflækjuna sem hann reyndi
að halda frá sér.
Sú áætlun hafði ekki gengið upp.
Josh notaði sjónaukann til að horfa á byssumanninn ganga fram og aftur á verönd tveggja
hæða búgarðshússins. Maðurinn var greinilega á
verði.
En af hverju?
Verst að Josh gat ímyndað sér nokkrar ástæður
fyrir því af hverju einhver á búgarði gæti þurft
vörð með árásarriffil og engin af ástæðunum
tengdist nokkru löglegu.
Josh rétti Grayson kíkinn svo hann gæti líka
litið á. –Heldurðu að þeir séu að fela fíkniefni í
húsinu?
–Fíkniefni eða byssur, kannski.
Hvort sem það var, hafði umferðin verið mikil
því það var mikið af hjólförum á heimreiðinni.
Það var þessi óvenjulega umferð sem hafði
fengið einhvern til að hringja nafnlaust á fógetaskrifstofuna. Það bætti ekki úr skák að enginn