Flýtilyklar
Ást og óvissa
Draumaprinsinn
Lýsing
Jimmy tók fastar um stýrið er hann hugsaði
um varnarlausu konuna í höndum drukkins
manns með byssu. Hann sveigði inn á slóð sem
hann vissi að lá að bústað Sheri.
Við bústaðinn fallega stóð guli pallbíllinn
hennar, en engir aðrir bílar. Jimmy fór út úr
bílnum og gekk að húsinu, reiðubúinn að grípa
til vopna ef með þyrfti. Hann bankaði, en enginn kom til dyra. –Sheri? Þetta er Carmani
rannsóknarlögregluþjónn.
–Ég er hérna baka til, kallaði hún. Engin
streita var í röddinni, en hann var þó enn við
öllu búinn er hann gekk meðfram húsinu.
Þegar hann kom fyrir hornið stirðnaði hann.
Sheri stóð með haglabyssu og miðaði á Travis
Brooks, sem stóð skelfdur í skógarjaðrinum
með hendurnar á lofti.
–Guði sé lof að þú ert loksins kominn, hrópaði Travis upp yfir sig. –Hún er orðin snarbrjáluð. Hún hefur miðað á mig haglabyssu í tuttugu
mínútur og segist skjóta ef ég hreyfi mig.
Jimmy kinkaði kolli til Travis og virti litlu,
grannvöxnu byssukonuna fyrir sér. Hún var
klædd þröngum gallabuxum og svörtum stuttermabol með merki verslunarinnar við þjóðveginn, sem hún átti.
Það kom honum verulega á óvart að sjá að
hún var greinilega þaulvön skotvopnum. Við
hlið hennar stóð stór, svartur blendingshundur.