Flýtilyklar
Ást og óvissa
Eðlishvöt
Lýsing
Hver yrði næsta fórnarlamb hans. Hvers vegna ætti
hann að breyta út af venjunni?
Ein ástæða kom upp í hugann. Reiði. Bob var
nákvæmur og vandvirkur. Julie hafði truflað
hann við morðathöfnina, sem hann lýsti sem
kyn örvandi fremur en kynlífstengdri. Ef til vill
hafði það nægt til að kalla á breytingu.
Luke gat þó ekki útilokað þann möguleika að
um hermikráku væri að ræða. Mynd af Julie
hafði birst víða í fréttum og á Netinu. Ekki varð
hins vegar framhjá því litið að Julie var svarthærð, eins og öll fórnarlömb Robs.
Hann virti fallegu, hallandi rithöndina fyrir
sér. Hún myndi gefa fleiri vísbendingar um
persónuleika Robs. Það vissi hann líka, enda var
hann bráðsnjall, og því var stóra D-ið í heiti
djöfulsins enn þýðingarmeira en ella. –Sá sem
skrifaði þetta tók sér góðan tíma.
Luke tók gagnapoka úr hanskahólfinu og
benti á miðann. –Ég sendi þetta í greiningu.
Lögregluþjónarnir kinkuðu kolli.
–Getið þið séð af einum einkennisklæddum í
nótt? Ég vil gjarnan að hann standi vaktina í
sundinu á bak við húsið hennar.
–Ekkert mál, sagði Wells. –Ég skráði hjá mér
punkta eftir að ég talaði við ungfrú Davis. Viltu