Flýtilyklar
Ást og óvissa
Fjallahótelið
Lýsing
Leah Keaton sleppti bensíngjöfinni of seint til að koma í veg fyrir að hægra framdekkið skylli ofan í myndarlegan pytt með háum dynk. Hún gretti sig. Vegurinn um þéttan skóginn varð sífellt brattari og mjórri. Rætur risavaxinna döglings-, greni- og sedrustrjáa sprengdu malbikið og bjuggu til hressilegar ójöfnur. Stundum strukust langar og fléttum prýddar greinarnar við bílinn hennar. Í vegkantinum uxu þykkir burknar og berjarunnar. Ef til vill hafði móðir hennar hitt naglann á höfuðið. Kannski var þetta tilgangslaust og jafnvel óráðlegt ferðalag. Leah vonaði bara að hún hefði ekki tekið vitlausa beygju einhvers staðar. Í minningunni stóð útskorið tréskilti við afleggjarann að fábrotna fjallahótelinu sem afabróðir hennar hafði reist í Fossafjöllum skammt frá landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Hún varð að minnast þess að þetta var í rauninni regnskógur og viður fúnaði því hratt. Eftir að skiltið féll hefðu mosi og lággróður hulið það á fáeinum vikum. Hún losaði ofurlítið um takið á stýrinu og kom auga á Bakerfjall fyrir ofan trjátoppana.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók