Flýtilyklar
Ást og óvissa
Harðskeytti verndarinn
Lýsing
TJ St. Clair þoldi ekki símafundi, aðallega ekki þennan símafund.
–Ég veit að það er erfitt að bókin þín skuli koma út fyrir jól, sagði Rachel, markaðssamræmingaraðilinn, og rödd hennar hljómaði hol í hátalaranum í síma TJ í litlu íbúðinni hennar í New York.
–Ég þarf samt ekki að segja þér hversu mikilvægt það er að kynna hana eins og hægt er þessa vikuna svo þú fáir söluna þar sem þú vilt fá hana, bætti Sherry frá útgáfu og kynningardeildinni við.
TJ hélt ró sinni og svaraði ekki strax. –Ég ætla heim til að vera með systrum mínum yfir jólin, ég hef ekki séð þær í marga mánuði. Hún ætlaði að segja að hún vissi hvað það var mikilvægt að koma bókinni á framfæri en satt að segja var hún oft í vafa um hvort stór hluti við burðanna hafði eitthvað að segja, svo að ekki sé minnst á samfélagsmiðlana. Ef lesendur eyddu jafnmiklum tíma á samfélagsmiðlum og TJ hafði þurft að gera efaðist hún um að þeir hefðu tíma til að lesa bækur.
–Er þetta út af hótunarbréfunum sem þú hefur fengið? spurði Clara, umboðsmaðurinn hennar.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók