Flýtilyklar
Ást og óvissa
Hefnigirni
Lýsing
Warren pabbi hans var enn á lífi en ástandið var tvísýnt. Court vildi ekki trúa því að hann myndi ekki lifa þetta af og ekki bara það heldur að hann myndi ekki hjálpa Court við að koma Raynu í fangelsi. Í þetta skipti kæmist hún ekki
upp með morð.
Court stoppaði framan við húsið hennar sem var ekki beinlínis í alfaraleið. Það átti að vísu við um mörg hús nálægt McCall-gljúfrinu.
Forfeður hans höfðu verið fyrstu íbúarnir í bænum fyrir rúmlega öld síðan og hann var nákvæmlega eins og þeir höfðu hugsað sér það, bændasamfélag.
Þeir höfðu örugglega ekki reiknað með að það yrði morðingi meðal íbúanna.
Court leit á hendurnar á sér. Stöðugar. Það var gott því honum leið alls ekki þannig. Reiðin kraumaði og hann varð að gæta þess að hafa nógu góða stjórn á sér til að geta handtekið Raynu. Hann ætlaði ekki að beita ofbeldi en myndi sennilega segja eitthvað sem hann ætti ekki að segja.
Bíllinn hennar stóð í innkeyrslunni sem þýddi sennilega að hún væri heima. Gott, hann hafði ekki langað til að fara að leita að henni Það kom samt svolítið á óvart að hún hafði ekki lagt á flótta. Sennilega myndi hún segja að hún væri
saklaus, að hún hefði ekki komið nálægt því að skjóta pabba hans í brjóstkassann, en það var staðreynd að hún hafði ástæðu til að drepa einhvern af McCall-ættinni.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók