Flýtilyklar
Ást og óvissa
Heimaslóðir
Lýsing
Ekki síst ef haft var í huga hvernig og hvers vegna Emmett hafði dáið.
Landon vissi hvernig hann hafði verið myrtur, en ástæðan olli því að hann lá oft andvaka á nóttunni. Morðinginn skyldi hins vegar fá að þola ýmislegt verra en andvökunætur, svo mikið var víst.
Hann horfði út undan sér á einhvern sem nálgaðist hann. Svipurinn á Landon var ekki beinlínis vingjarnlegur, svo að fólk hafði haldið sig í hæfilegri fjarlægð... þar til nú.
Hann var á varðbergi og taugaspenntur svo að hann tók um byssuskeftið, en ekki reyndist þörf á að grípa til vopna. Maðurinn var Grayson Ryland, lögreglustjóri og frændi Landons.
En Grayson var líka nýi yfirmaðurinn hans Rylands.
Blekið var varla þornað á samningi Landons við lögreglustjóraembættið, en hann var nýjasti vörður laganna í Silver Creek. Hann var sömuleiðis nýjasti íbúi Silver Creek-búgarðsins og dvaldist í gestabústaðnum þar til hann fyndi hentuga íbúð. Landon hefði gjarnan viljað að hann hefði komið heim undir betri og skemmtilegri kringumstæðum.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók