Ást og óvissa

Hildarleikur
Hildarleikur

Hildarleikur

Published Október 2017
Vörunúmer 10. tbl. 2017
Höfundur Delores Fossen
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Hailey Darrow er horfin.
Lucas hafði brunað á spítalann til að sjá það með eigin augum. Og nú hafði hann séð, svo ekki varð um villst, að rúmið hennar var tómt.
–Hvernig í fjáranum gat þetta gerst? spurði Lucas.
–Hef ekki hugmynd, svaraði Parton og klóraði sér í hálfsköllóttum kollinum. –Ég er búinn að spyrja allt starfsfólkið, en enginn veit neitt. Hailey hlýtur að hafa fengið hjálp.
Hún hefði ekki getað staðið upp og komist út ein síns liðs.
Nei, tæplega. Hún hafði legið í dái í þrjá mánuði. Hún hefði ekki getað staðið hjálparlaust, hvað þá gengið og farið af sjúkrahúsinu.
Ýmsar spurningar brunnu á Lucasi. Hafði Hailey talið einhvern á að hjálpa sér að fara þegar hún vaknaði? Það var hugsanlegt. Síðast þegar Lucas sá Hailey með rænu hafði hún verið næstum fullgengin með barn þeirra
og á flótta. Ekki bara frá náunganum, sem elti hana, heldur líka frá honum.
Að lokum hafði hann fundið hana, meðvitundarlausa í bílflaki. Hún hafði ekið á tré og grein stungist gegnum framrúðuna og veitt Hailey slæman höfuðáverka. Hún hafði einnig verið með fölsuð skilríki og svo mikið reiðufé að ljóst var að hún hafði ætlað sér að stinga af.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is