Flýtilyklar
Ást og óvissa
Illur ásetningur
Lýsing
Um leið og Fiona fann bréfið í sokkaskúffunni hans Chase þá vissi hún að þetta þýddi eitthvað slæmt. Hún fann óttann flæða um líkamann þannig að hún átti erfitt með andardrátt og hjartað sló á ógnarhraða. Hún studdi sig við kommóðuna og reyndi að telja sjálfri sér trú um að þetta væri ekki svo slæmt. En umslagið var ljós fjólublátt og þetta var augljóslega kvenmannsrithönd. Það sem verra var, Chase hafði haldið bréfinu leyndu. Það var engin önnur ástæða fyrir því að bréfið var í sokkaskúffunni hans. Hann hafði ekki viljað að hún sæi það vegna þess að það var frá annarri konu. Nú óskaði hún þess að hún hefði ekki verið að hnýsast. Hún hafði notað aukalykilinn sem hún lét búa til og stolist inn. Hún fann að hann hafði verið að draga sig frá henni upp á síðkastið. Hún hafði fengið þessa tilfinningu oft áður en hún ætlaði ekki að leyfa þessum manni að kremja hjarta sitt. Hún ætlaði heldur ekki að leyfa annarri konu að taka hann frá sér. Þess vegna varð hún að komast að því af hverju hann hafði ekki hringt í hana, svarað skilaboðum hennar og af hverju hann forðaðist hana.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók