Ást og óvissa

Leyndarmál í Louisiana
Leyndarmál í Louisiana

Leyndarmál í Louisiana

Published Maí 2016
Vörunúmer 5. tbl. 2016
Höfundur Mallory Kane
Verð á rafbókmeð VSK
870 kr.

Lýsing

Murray Cho hafði alltaf lagt hart að sér, ekki
bara þegar hann var drengur í Víetnam heldur
einnig þegar hann missti foreldra sína í Bandaríkjunum. Land tækifæranna var ekki réttnefni
að því er varðaði fátækan innflytjanda frá
Víetnam. En að lokum tókst honum að kaupa
rækjubát í litlum bæ við Bayou Bonne Chance í
Louisiana og afla nægra tekna til að eignast
eiginkonu og son.
En þegar Patrick var fimm ára stakk kona
Murrays af og skildi hann eftir einan með soninn. Þeim Patrick hafði vegnað vel þar til fyrir
tveimur máuðum, þegar vopnasmyglarar földu
varning sinn í rækjuskemmu Murrays og sköð­
uðu mannorð hans. Þess vegna fluttu þeir feðgar
rækjubátinn sinn að höfn skammt frá Gulfport.
Fyrstu vikurnar hafði Murray talið að flutningurinn væri þjóðráð. En þá hafði óhugnanleg
rödd í símanum kollvarpað friðsælli tilveru fiskimannsins. Röddin sagðist myndu gera Patrick
mein ef hann hlýddi ekki fyrirmælum hennar
vafningalaust.
Ekki var erfitt að ímynda sér af hverju
mennirnir höfðu valið hann. Hann var þekktur
meðal íbúa Bonne Chance, en einnig tortryggð­
ur. Það hafði skaðað mannorð hans þegar hann
dró upp byssu, beindi henni að smyglurunum
sem höfðu notað skemmuna hans sem geymslu
fyrir ólögleg vopn og hótaði þeim öllu illu.
Það hafði verið lítið mál að stela fartölvu af
heimili Tristans DuChaud eftir að Patrick hafði
kennt honum að slá viðvörunarkerfið út. Hann

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is