Flýtilyklar
Ást og óvissa
Lífsháski
Lýsing
Abby heyrði að gluggatjöldin voru dregin fyrir og áræddi þá að opna augun. Eiginmaður hennar stóð við gluggann. Hann var stór maður en andlitið var strákslegt og ljóst hárið snyrtilega klippt.
Þegar hann gekk að rúminu og tók um hönd hennar sá hún að hann var klæddur lögreglubúningnum sem þýddi að hann var á vakt. Hún hafði þekkt Wade frá því þau voru börn og gifst honum þremur árum áður. Hún þekkti hann því nægilega
vel til að átta sig á því að kindarlegur svipurinn á honum var til merkis um að hann leyndi hana einhverju. Abby hleypti brúnum. –Hvernig stóð á því að ég datt?
-Manstu ekkert eftir því? Hann tvísté og ræskti sig. –Manstu ekki að þú baðst mig að ná í nokkrar krukkur niður í bílskúr fyrir þig?
Fyrirgefðu að ég skyldi ekki hafa verið búinn að því fyrir löngu. Þá hefði þú ekki farið að klöngrast sjálf upp í þennan fjandans stiga. Svipurinn á honum benti til þess að hann ætti von á að hún andmælti… Andmælti hverju þá?
-Krukkur? sagði hún spyrjandi röddu og bar höndina að höfði sér og fann þá að hún var með sáraumbúðir um höfuðið. –Rak ég höfuðið í?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók