Flýtilyklar
Ást og óvissa
Morðgáta
Lýsing
Vindurinn barði hann sundur og saman og hann var nærri því búinn að missa hattinn út í buskann. Waco Johnson gekk að gamla brunninum. Vindurinn hafði blásið fjalirnar af þannig að hann stóð nú opinn. Það var fullt af yfirgefnum býlum í Montana. Býlum sem voru hægt og rólega að hverfa ásamt þeim sem höfðu búið þar. Hann stoppaði nokkrum skrefum frá brunninum. Hann fann fyrir hrolli þrátt fyrir heitan sumardaginn. Hann leit á húsið sem stóð við hliðina á brunninum. Það sást bara í einn glugga, hinir voru huldir gróðri. Trén sveigðust í vindinum og vörpuðu köldum skugga á grafreitinn við hliðina á húsinu og hliðið að garðinum ískraði í vindinum. Það var eitthvað að angra hann, eitthvað sem hann átti að muna. Hann vissi ekki hvað það var. Hann kveið því sem hann myndi finna. Hann gekk nær brunninum sem var að hruni kominn og hulinn gróðri. Hann sá hvar einhver hafði troðið niður gróðurinn til þess að líta ofan í hann. Gæti það hafa verið sá sem hringdi þetta inn nafnlaust? Hann velti fyrir sér hvernig hann hafi séð brunninn, því hann var vel falin.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók