Flýtilyklar
Ást og óvissa
Morðtilraun
Lýsing
Jordan Gentry.
Egan hafði bara langað til að komast heim og sofa eitthvað því hann var að ljúka 12 tíma vakt og var dauðþreyttur en ef hann þurfti að hitta Jordan fengi hann líklega engan svefn á næstunni.
Hvern fjandann var hún annars að gera hérna?
Vegurinn lá að McCall-búgarðinum, engu öðru, sem þýddi að Jordan hafði líklega ætlað að hitta hann. Það gat samt ekki staðist, hún hafði ekki talað við hann í tvö ár og Egan vildi halda því þannig.
Hann stoppaði aftan við bílinn hennar og dró andann djúpt, vonaði að það myndi herða hann upp en þoldi ekki að þurfa að herða sig upp þegar Jordan var annars vegar. Hún hafði verið kærastan hans í framhaldsskóla en það var eins og mannsaldur hefði liðið. Núna var hún hluti af martraðarkenndum minningum sem hann var ekki ennþá búinn að finna leið til að gleyma.
Egan steig út og gekk eftir malarkantinum að bílstjórahliðinni. Bíllinn var ekki í gangi svo hann leit inn í hann, bjóst við að sjá Jordan undir stýri, tilbúna að kvarta yfir því að koma bílnum ekki í gang, en framljósin voru á og neyðarljósin líka svo rafgeymirinn var ekki dauður. Kannski var vélin í ólagi
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók