Flýtilyklar
Ást og óvissa
Nýr í bænum
Published
3. apríl 2012
Lýsing
Laci Cavanaugh kenndi kampavíninu um. Yfirleitt drakk hún ekkert sterkara en kaffi og því hafði kampavínið svifið henni til höfuðs. En þetta var nú einu sinni brúðkaup bestu vinkonu hennar. Laci og Alyson Banning höfðu verið vinkonur frá fæðingu. Eins og Laci, hafði Alyson verið alin upp af ömmu sinni og afa fyrir sunnan Whitehorse, Montana, og það hafði verið stutt á milli bæjanna þeirra. Þótt báðar hefðu farið burt í framhaldsnám og til að eltast við starfsframa, voru báðar nú komnar aftur.