Flýtilyklar
Ást og óvissa
Óveður
Lýsing
Planið hennar í kvöld var að finna einkatölvu James Wynter og hala innihaldi hennar niður á minnislykil. Hún hafði læðst úr afmælisveislunni sem haldin var fyrir einn af æðstu yfirmönnum í Wyntersamsteypunni. Gestirnir höfðu hellt í sig kampavíni og dáðust hástöfum að útsýninu yfir Golden Gatebrúna sem bar við næturhimininn. Sumir höfðu kvartað yfir að hafa þurft að láta frá sér farsímann sinn og Emily var sammála því. Það hefði verið gott að geta tekið myndir af háttsettum stjórnmálamönnum að skemmta sér með óþokkum Wynters.
Undir þiljum gekk hún að annarri hurð til hægri. Henni hafði verið sagt að þetta væri skrifstofa James Wynters. Fægður látúnshúnninn snérist auðveldlega í hönd hennar. Engin þörf á að dírka upp lásinn.
Hjarta hennar barðist hratt þegar hún fór inn.
Það var slökkt á skrifborðslampanum en í tunglskininu sem barst inn um kýraugað, greindi hún opna fartölvuna. Það tæki ekki nema nokkrar mínútur að færa gögn Wynters yfir á minnislykilinn og þá væri hún loksins með sönnunargögnin sem hún þurfti fyrir mansalsgreinina sína.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók