Flýtilyklar
Ást og óvissa
Skuggaleikur
Lýsing
Það var loksins hætt að rigna. Zachary Winter
slökkti á rúðuþurrkunum á bílaleigubílnum um
leið og hann keyrði framhjá skiltinu sem markaði jaðar bæjarins Bonne Chance, Louisiana. Nú
var sólin farin að skína og gufa reis upp frá
svörtu malbikinu og loddi við framrúðuna eins
og úði. Hann setti þurrkurnar aftur af stað, á
minni hraða en áður. Rigningin í suðurhluta
Louisiana veitti sjaldan svala, sama hvaða árstíð
var. Jafnvel í apríl, þegar flestir landshlutar
fengu vorveður, gæti síðdegisskúr kælt heita
vegina svo mikið að gufa reis upp frá þeim, en
heitt og rakt loftið virtist aldrei breytast.
Síðast hafði hann verið hér, í gamla heimabæ
sínum, fyrir meira en tíu árum síðan. Bonne
Chance var franska og þýddi Gangi þér vel.
Hæðnissvipur kom á andlit hans. Hafði dapurlegi heimabærinn hans einhvern tímann veitt
nokkrum gæfu? Hann hafði vissulega aldrei ætlað að koma aftur.
Hann keyrði framhjá tveimur verslunum sem
tilheyrðu stórum keðjum og Walmartbúð.
–Jæja, Bonne Chance, tautaði hann. –Þú ert
orðin eitthvað fyrst Walmart er komin.
Þegar hann beygði á Parish Road 1991, sem
oftast var kallaður kirkjugarðsvegurinn, fylltist
hann blöndu af kvíða, sorg og ótta. Hann hafði
ætlað að fara í bæinn áður en kæmi að jarðarför
Tristans DuChaud. Tristan hafði verið besti vinur hans síðan í fyrsta bekk.
Þegar hann ók fyrir beygju sá hann dökkgrænt tjald yfir brúnum legsteinunum. Úr
þessari fjarlægð gat hann ekki lesið hvítu stafina
en hann vissi hvað stóð á því. Carver-útfarar-
þjónustan, þjónusta við Bonne Chance í meira
en fjörutíu ár.
Hann lagði á vegaröxlinni, leit á úrið sitt og
renndi svo hliðarrúðunni niður. Loftið sem fyllti
bílinn var kæfandi og kunnuglegt, funheitt og
mettað af regninu.