Flýtilyklar
Ást og óvissa
Skuggar fortíðar
Lýsing
Smith&Wesson byssuna sína og mjakaði sér nær staðnum þar sem hann hafði skilið hana eftir til að deyja.
Það voru engin ummerki á staðnum lengur.
Tæp 10 ár voru liðin og skógurinn hafði endurheimt svæðið. Það leit alls ekki eins napurlega út og var þakið villtum blómum og vínvið.
Engin för eftir manneskju sem var dregin eftir jörðinni, ekkert blóð.
Árin höfðu þvegið þetta allt í burtu en Jodi sá það, fann lyktina af því, meira að segja bragðið, eins og nú væri sjóðheit nótt í júlímánuði eins og þegar morðinginn var næstum búinn að ganga frá henni.
Húsið skammt frá var niðurnítt.
Hún hafði ekki átt von á að finna aðra tilfinningu en þá að þetta væri svæði þar sem morð hafði verið framið, þar sem tvær manneskjur höfðu verið myrtar.
Hún lagaði takið um byssuna þegar hún heyrði fótatak. Ekki hratt fótatak en gesturinn var ekki heldur að reyna að læðast að henni.
Jodi hafði hlustað eftir öllu sem gæti orðið henni að bana.
Endanlega í þetta skipti.
Hún sneri sér snöggt við, til öryggis ef það væri ekki rétt hjá henni hver var að koma, og miðaði.
–Þú hefðir ekki átt að koma hingað. Röddin var djúp og hás, blanda af ákveðinni rödd lögreglumanns og Texasframburði.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók