Flýtilyklar
Ást og óvissa
Þrautseigja
Lýsing
Maðurinn hafði verið þekktur fyrir líferni sitt og sérvisku og þegar hann fannst skotinn til bana á fjölskyldubúgarðinum hafði verið sagt frá því í öllum fréttum.
Carrie fann til með Dade, syni hans, í hvert skipti sem henni varð hugsað til hans. Hún hafði frétt að hann væri nýkominn heim úr hernum og hefði ekki verið í bænum nema nokkrar vikur og hún gat alveg ímyndað sér hvað þessi æskuvinur hennar hafði þurft að þola. Það var ekki nóg með að pabbi hans hefði verið myrtur og að það hefði verið fréttamatur alls staðar heldur hafði verið reynt að myrða systur hans og fullorðin kona, sem enginn hafði vitað um, hafði komið til bæjarins og reynst vera dóttir Mike. Henni fylgdi morðóður fyrrverandi kærasti. Það fór hrollur um Carrie því eftir að hún hætti með Brett Strawn hafði hann hótað henni... þetta voru ljótar hótanir og hún vissi í hjarta sínu að hann gat ekki meint þetta.
Fyrst hafði hún haldið að þetta væri of mikil tilfinningasemi hjá honum, tímabundin við brögð vegna vonbrigða af því að sambandið hafði endað, en hún var farin að hafa áhyggjur.
Sennilega hafði hann talað svona í hita augnabliksins og átti eftir að sjá eftir orðum sínum.
Vandamál hennar voru lítilvæg miðað við vandamál Dade. Hún fann til með honum þegar hún sá verstu martraðir hans koma fram í fréttum og óskaði þess að hún gæti haft samband við hann.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók