Flýtilyklar
Ást og óvissa
Vonarglæta
Lýsing
Nöpur hviða nísti Dallas er hann sté út úr pallbílnum sínum og lokaði á eftir sér. Hann bretti upp ermarnar á yfirhöfninni. Umferðin var lítil og hann hafði því komist í búðina á mettíma. Yfirleitt var búið að opna hana á
þessum tíma, en Jessie hafði oft verið seinn fyrir á morgnana síðan þau hjónin eignuðust tvíbura snemma í mánuðinum á undan.
Bíll ók yfir planið. Var þetta Kate Williams, hinn stolti eigandi súpueldhússins Matverks?
Dallas hafði ekki hitt hana enn, enda hafði hann haft nóg fyrir stafni á búgarðinum frá því að foreldrar hans dóu.
Kona kom út úr bílnum og opnaði afturdyrnar. Hún var lágvaxin, klædd þykkum, bláum jakka og með trefil. Hann hló innra með sér. Konunni var greinilega jafn illa við kulda og honum.
Honum sýndist hún vera í bláum gallabuxum og loðfóðruðum stígvélum. Þetta voru dýr föt ef þess var gætt að konan rak súpueldhús.
Og hún byrjaði bersýnilega snemma að vinna, því að klukkan var ekki nema hálfsex.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók