Flýtilyklar
Ást og undirferli
Á slóð raðmorðingja
Lýsing
–Dalton og Hayley söknuðu þess að sjá þig ekki í brúðkaupinu þeirra í síðustu viku, sagði Mason á meðan hann gekk við hlið hans. –Já, jæja. Ég hafði bara ekki tíma til að æfa nýjustu danssporin. Hann nam staðar við glerrennihurð og henti tómri bjórdósinni í endurvinnslutunnu. Þegar hann teygði sig eftir húninum hallaði Mason sér framhjá honum og hélt hurðinni lokaðri. Bryson blótaði. –Hvað viltu mér eiginlega? –Ég vil að þú komir og sinnir starfi þínu. Það kom nýr viðskiptavinur til Camelot í gær og hún bað sérstaklega um aðstoð þína. Hann hnussaði. –Heldurðu virkilega að ég trúi því að hún hafi beðið um úrsér genginn fyrrverandi atferlisfræðing hjá FBI svo hann geti klúðrað máli hennar og verið valdur að einn einu dauðsfallinu? Mason hallaði sér upp að dyrunum. – Þetta er ekki neitt smá samviskubit sem er að plaga þig eða ertu bara að svona fullur af sjálfsvorkunn? Hann benti á hjólastólinn. –Ef þú myndir hafa fyrir því að mæta í endurhæfingartímana þá værirðu löngu laus úr þessum. Góði vertu ekki svona undrandi á svipinn, það er ég sem greiði fyrir sjúkratryggingar þínar og sé það sem er rukkað fyrir. Það hefur verið skuggalega lítið rukkað fyrir sjúkraþjálfun upp á síðkastið. Þú hefur gefist upp Bryson, mín spurning er þessi: Hvers vegna?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók