Ást og undirferli

Á ystu nöf
Á ystu nöf

Á ystu nöf

Published Maí 2023
Vörunúmer 111
Höfundur Lena Diaz
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Þegar hann leit loks á Ryland þá bólaði hvorki á sektarkennd né ótta í svip hans yfir
því að hafa staðið úti á miðjum vegi í blindbeygju. Viðbrögð hans voru í meira lagi undarleg.
Hann brosti.
Brosið var það óhugnanlegt að Ryland fletti ósjálfrátt jakkanum sínum frá byssuhulstrinu
sem hann var með um öxlina ef ske kynni að maðurinn væri við það að beina vopni að
honum.
Maðurinn kipraði augun eins og hann læsi hugsanir Ryland, setti hægri hönd fyrir aftan bak og beið átekta. Var hann með byssu í buxnastrengnum eða hníf? Hvers vegna hagaði hann sér svona undarlega? Hafði hann ætlað
sér að valda slysi og orðið fyrir vonbrigðum þegar það tókst ekki? Ef svo var þá var hann stórhættulegur og það þurfti að stoppa hann af.
Við þessar vangaveltur varð Ryland litið í afturspegilinn og gerði sér gein fyrir að ef hann héldi áfram að vera með bílinn þarna í beygjunni þá væri hann vís til að valda öðrum alvarlegu slysi.
Hann færði jeppann til hliðar á veginum eins langt og hann komst og setti hættuljósin á. Þegar hann var nýstiginn út úr bílnum og kominn fram fyrir húddið þá lagði maðurinn af stað inn í skóginn og hvarf honum sjónum.
–Heyrðu góði, stoppaðu! Ryland stóð við skurðinn og rýndi í gegnum trén í von um að koma auga á manninn. En hann sá ekkert nema tré og gróður.
–Komdu til baka, maður. Ég vil fullvissa mig um að það sé allt í lagi með þig, kallaði hann. Svo bætti hann lágt við með sjálfum sér. –Og að þú leggir ekki líf einhverra annarra í svona hættu.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is