Flýtilyklar
Ást og undirferli
Afhjúpun
Lýsing
Keith Christiani starði á símann og lét hann
hringja þrisvar. Síðan tók hann svo fast um
tólið að hnúarnir hvítnuðu. Aðeins fáeinir útvaldir höfðu beina númerið á skrifstofuna hans.
Hann vissi hver var að hringja. –Christiani.
Keith heyrði grunnan og hryglukenndan
andardrátt. Loks tók hrjúf, kuldaleg rödd til
máls. –Settirðu pakkann í póst?
Keith leit á vogina á skrifborðinu sínu. Þetta
var glerkúla með snjókomu í, jólagjöf frá afastelpunni hans, henni Emily litlu. Sársaukastingur nísti hann og hann lokaði augunum.
Eftir aðeins fáeinar klukkustundir yrði þessu
lokið. Hann myndi fljúga með fjölskylduna
sína í öruggt skjól og síðan segja yfirvöldunum
hvar þau gætu nálgast lykilinn. –Hví spyrðu?
Ég veit að ánarnir þínir voru að elta mig í allan
dag.
–Ég er líka með menn á mínum snærum sem
vakta heimili þitt. Það er eins gott að þetta hafi
verið pakkinn til mín, sem þú póstlagðir.
Annars verður afastelpan þín komin á líkbörur