Ást og undirferli

Afl ástarinnar
Afl ástarinnar

Afl ástarinnar

Published Janúar 2019
Vörunúmer 59
Höfundur Janie Crouch
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Hún hafði fylgst með honum í heilt ár.
Hún hafði ferðast um landið þvert og endilangt og farið hvert sem hann fór. Aðrir myndu kannski kalla þetta aumkunarvert en henni fannst það ekki. Hvað annað átti hún að gera fyrst hann hafði tekið allt frá henni?
Joe Matarazzo hafði rænt hana manninum sem hún elskaði. Og þegar hún missti allt eftir það – vinnuna, vini sína, heimili sitt – hafði það líka verið honum að kenna. Joe Matarazzo hafði rænt hana framtíðinni.
Svo nú ferðaðist hún um og fylgdist með honum. Eða þegar hún gat ekki ferðast kembdi hún internetið eftir fréttum af honum.
Í hvert skipti sem hún heyrði nafn hans á lögreglurásinni var hún tilbúin til að rjúka á staðinn. Hún var viss um að hann myndi bjarga deginum enn einu sinni.
Af hverju hafði hann ekki getað bjargað deginum þegar það hafði skipt mestu máli?
Maðurinn sem hún elskaði hafði orðið eldi að bráð. Joe Matarazzo hefði getað komið í veg fyrir það en hafði ekki gert það. Hafði ekki reynt það nægilega ekki eins og hann myndi gera í dag. Ekki eins og hún hafði séð hann reyna í öll hin árangursríku skiptin. Hann var í mikilvægasta starfi í heimi: Að bjarga þeim sem gátu ekki bjargað sér sjálfir. Leiða þá út
úr hættunum. Leggja sitt líf í sölurnar fyrir þá.
En hann hafði ekki sinnt starfi sínu fyrir ári síðan. Næstum nákvæmlega fyrir ári núna.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is