Ást og undirferli

Framtíðardraumar
Framtíðardraumar

Framtíðardraumar

Published 1. október 2014
Vörunúmer 08 2014
Höfundur Carla Cassidy
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

–Óhugsandi, sagði Debra Prentice hissa og
felmtri slegin við sjálfa sig og starði á þrjú þungunarpróf sem lágu á snyrtiborðinu á baðinu.
Öll sýndu prófin jákvæða niðurstöðu.
Hún var ófrísk. Á því lék enginn vafi. Það
hafði hvarflað að henni þegar blæðingarnar létu
á sér standa, en hún hafði talið víst að streitu
væri um að kenna. Það hafði gerst áður.
Hvernig gat hún verið ófrísk? Skyndilega rifjaðist upp henni nótt ein fyrir um það bil sex vikum.
Hún hafði óvænt hitt karlmann eftir að hafa
drukkið heldur mikið. Þau höfðu fengið sér
hótel herbergi og þar hafði hún sleppt fram af sér
beislinu með manni sem hún hefði betur forðast.
Hún roðnaði þegar hún rifjaði upp morguninn
eftir. Þau höfðu forðast að líta hvort á annað,
heldur klætt sig í skyndi. Nú hafði þetta ástarævintýri haft óvæntar afleiðingar.
Debra tók andköf þegar hún leit á klukkuna á
baðinu. Hún var að verða of sein. Hún hafði verið
ritari og aðstoðarmaður Kate Adair Winston í
mörg ár og aldrei komið of seint.
Hún fleygði prófunum í ruslafötuna og leit í
spegilinn. Þrönga, svarta pilsið lét ekkert uppskátt um ástand hennar, en rauða blússan undirstrikaði hins vegar hversu föl hún var, trúlega
eftir að hafa séð niðurstöðurnar úr prófunum.
Dökkskolleita hárið var að reyna að brjótast
út úr hnútnum sem hún hafði bundið það í fyrr
um morguninn, en hún hafði ekki tíma til að
laga það núna.
Hún fór fram og ákvað að hugsa

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is