Flýtilyklar
Ást og undirferli
Gistihúsið
Lýsing
Á göngu sinni eftir stígnum upp á Dakótahrygg sagði Paige Riddell við sjálfa sig að það, sem hún hygðist fyrir, væri ekki ólöglegt.
Ekki var víst að vinur hennar, lögreglufulltrúinn Gage Walker, væri henni sammála, en hún hafði ekki leitað álits hans. Larry Rowe, bæjarstjóri í Arnarfjöllum, myndi hreyfa mótmælum, en Larry tók hvort eð var ævinlega afstöðu með fyrirtækjum og félögum gegn fólki eins og Paige, og ekki síst Paige sjálfri.
En hún vissi að hún hafði rétt fyrir sér.
CNG-byggingafélagið var að brjóta lög og í vasanum var hún með afrit af dómsúrskurði sem sannaði það.
Það glamraði í verkfærunum þegar hún arkaði upp skógarstíginn. Hún hafði fengið lánaða járnsög hjá nágranna sínum. Klippurnar hafði hún keypt í byggingavöruverslun í næsta bæ. Það hafði verið spennandi að skipuleggja þennan leiðangur og góð tilbreyting frá venjubundnu tilverunni hennar á gistiheimilinu Bjarnarhíði, sem hún stýrði, og
sjálfboðastörfum af ýmsu tagi.
Hún nam staðar til að kasta mæðinni og lagfæra ólarnar á bakinu. Svöl vindhviða feykti nokkrum fölnuðum asparlaufum yfir stíginn og bar með sér furuilm. Eftir viku eða svo yrði kominn snjór uppi á hryggnum, sem
blasti við í fjarska hægra megin við hana.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók