Flýtilyklar
Ást og undirferli
Hættuspil
Lýsing
–Jæja, ég hef litlar áhyggjur af reglum þessa
stundina. Nú vil ég ná þrjótnum sem drap
Jason.
Tom andvarpaði og fletti blaðinu, án þess að
líta í áttina til Camerons. –Þú hefur verið lengi í
þessu hlutverki, Cam. Og þú misstir af tveimur
síðustu fundum. Ég get ekki falið staðreyndirnar
endalaust fyrir yfirmönnunum.
–Það er ekki alltaf auðvelt að komast burt frá
óþokkunum til að spjalla við þig, sagði Cameron
þurrlega. Hann vissi að hann hafði enga ástæðu
til að vera reiður við Tom en gat ekki haldið
aftur af gremjunni. Hann vildi bara koma sér
aftur að verki.
–Allir vita hve mikilvægt hlutverk þitt hjá
DS-13 er fyrir okkur og þig persónulega. En við
verðum að fylgja reglunum.
Cameron andvarpaði en sagði ekki það sem
hann hugsaði... að líklega hefði félagi Camerons
verið drepinn af því að hann fylgdi reglunum.
–Allt í lagi. Fyrirgefðu. Ég reyni að standa
mig betur. Cameron trúði næstum sjálfum sér
þegar hann sagði þetta.
–Er allt í lagi fyrir kaup morgundagsins?
–Já. Þau ættu að ganga snurðulaust. Gættu
þess bara að vöruhúsið sé öruggt.
–Cameron, ég þurfti að tala við þig af annarri
ástæðu. Tom lokaði dagblaðinu og opnaði það
aftur. Hann virtist hika. Cameron vissi að það
var slæmt. Hann hafði aldrei séð tengilið sinn
orðlausan. –Hlutverkið þitt hefur breyst.
Fjandinn. –Hvernig þá?
–Að handtaka meðlimi og leiðtoga DS-13 er
ekki lengur helsta markmiðið. Hvorki fyrir starfsemi þeirra á svarta markaðnum né ætlaða sök
þeirra á dauða félaga þíns.
–Fjandinn, Tom...
–Ég veit, Cameron. En nýlegar upplýsingar