Ást og undirferli

Í klóm hryðjuverkamanns
Í klóm hryðjuverkamanns

Í klóm hryðjuverkamanns

Published Apríl 2018
Vörunúmer 4. tbl. 2018
Höfundur Cindi Myers
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Hann lokaði augunum og hvíldi höfuðið við svala málmhlífina yfir vinnuborðinu. Formúlur birtust fyrir hugskotssjónum hans eins og afspyrnuleiðinleg bíómynd, flóknir útreikningar á orkuflutningi og kjarnasamruna, blaðsíður úr námsbókum sem hann hafði lesið fyrir langa löngu og lagt á minnið, brot úr vísindagreinum sem hann hafði ýmist skrifað sjálfur eða lesið
og heilu dálkarnir með útreikningum sem höfðu hreiðrað um sig í heila hans líkt og aðrir mundu símanúmer eða geymdu minningar um kvöldstund yfir góðum mat. Hann bjó yfir ljósmyndaminni á tölur og útreikninga, nokkuð sem hafði fleytt honum fyrirhafnarlaust í gegnum háskólanámið og auðveldað honum rannsóknirnar sem höfðu skilað honum svolítilli frægð og meira að segja komið honum í nokkrar álnir.
Ekkert af þessu skipti hins vegar máli nú þegar eiginkonan var dáin og dóttirin óralangt í burtu. Amanda var fjögurra ára þegar hann sá hana síðast. Núna var hún orðin fimm ára, hann hafði misst af stórum kafla í lífi hennar.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is