Flýtilyklar
Ást og undirferli
Illmennið
Lýsing
Sherry Mitchell taldi víst að hún væri eini ferðamaðurinn á ströndinni í Corpus Christi sem klæddist langerma bol og gallabuxum til að reyna að slaka á, ekki síst þar sem spáð var allt að 38 stiga hita þennan júnídag.
Reyndar lá hún undir stórri, litskrúðugri sólhlíf sem varði hana fyrir mesta hitanum og sólskininu.
Hún var borin og barnfædd í Houston í Texas og því ögn vanari hitanum en ferðamennirnir, sem komu úr tempraðra loftslagi.
Samt sem áður litu ýmsir undrandi á hana.
Innan undir var hún í rauðu bikiníi sem hún hafði keypt viku fyrr. Af einhverjum ástæðum var hún ekki tilbúin að gerast svo léttklædd alveg strax.
Baðfötin voru svo sem efnismikil miðað við sum önnur sem hún hafði séð á þessari strönd, auk þess sem þau fóru henni býsna vel.
Vandinn snerist ekki um baðfötin og hvorki um útlit né feimni. Vandamálið var kuldinn, sem virtist hafa heltekið Sherry að undanförnu.
Henni var næstum því alltaf kalt. Hún var farin að halda að sér yrði aldrei aftur hlýtt.
Það var auðvitað fjarstæða. Hún vissi að kuldinn í hitanum var bara ímyndun hennar.
Henni var kalt á sálinni. Líkamlega var henni ekki kalt. Hún var ekki með neinn sjaldgæfan sjúkdóm. Þetta var allt í höfðinu á henni. Til öryggis hafði hún meira að segja mælt sig.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók