Ást og undirferli

Illska
Illska

Illska

Published Mars 2016
Vörunúmer 3. tbl. 2016
Höfundur Janie Crouch
Verð á rafbókmeð VSK
870 kr.

Lýsing

Conner Perigo alríkisfulltrúi vissi mæta vel að
það væri barnalegt af honum að fleygja skýrslunni á gólfið og skilaði honum auk þess ná­
kvæmlega engu öðru en drasli sem hann þyrfti
sjálfur að hreinsa upp. Samt sem áður freistaðist
hann og það verulega.
Tíu mánuðir.
Í heila tíu mánuði höfðu þeir verið á hælum
þessa brjálæðings. Í heila tíu mánuði en ávallt
tveimur skrefum á eftir og því neyðst til að
horfa hjálparvana upp á hverja konuna á fætur
annarri myrta. Það heyrði ekki til starfshlutverka Conners að sækja jarðarfarir ókunnugra
kvenna en þó hafði hann sótt eina slíka í liðinni
viku... og þremur vikum fyrir þann tíma... og
einum og hálfum mánuði fyrir þann tíma. Í
hvert skipti varð hann staðráðnari í að koma
þessu skrímsli á bak við lás og slá.
Fimm konur á tíu mánuðum. Flestar í innan
við hundrað kílómetra radíus frá miðborg San
Francisco og þetta hélt borginni vissulega í heljargreipum.
−Ég tíni ekki upp eftir þig, svo láttu þig ekki
dreyma um að fleygja þessu á gólfið, sagði fé­
lagi og vinur Conners, Seth Harrington, án þess
þó að líta upp frá skrifborðinu.
Connor leit á skýrsluna í hönd sér og lagði
hana síðan rólega á skrifborðið. Fljúgandi
pappírar bættu kannski líðanina þar og þá en
voru ekki erfiðisins virði. Hann stundi þungan.
–Þetta fjandans mál, Seth. Ég sver að ég er að
missa mig yfir þessu.
−Segi það sama, fé

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is