Flýtilyklar
Ást og undirferli
Landráð
Lýsing
Sumum konum leið best í svörtum kjól og háhælaskóm. Þá voru þær fullar sjálfstrausts og reiðubúnar að takast á við hvað sem vera skyldi. Þannig leið Lillian Muir þegar hún var í sérsveitarbuxunum sínum, bardagastígvélunum og hermannavestinu.
Hún var hvorki hávaxin né þung og áður fyrr fannst henni óþægilegt að klæðast þessum þunga fatnaði, en hún var fyrir löngu orðin vön honum. Nú var næstum þægilegra að hafa þessi fimmtán aukakíló utan á sér en ekki.
Þunginn var eins og þægilegur vinur.
Hríðskotabyssan hennar lá við öxlina og strauk hökuna á henni. Hún gældi blíðlega við hana meðan hún hélt för sinni áfram í kyrrðinni þetta vetrarkvöld í Coloradó. Á bakinu bar hún haglabyssu og við mittið hafði hún Glock-skammbyssu sér til halds og trausts.
Hún var mun betur í stakk búin til að mæta því sem framundan var en ef hún hefði farið á háa hæla.
Og það sem var framundan reitti hana svo sannarlega til reiði.
Það var karlmaður sem hélt fyrrverandi eiginkonu sinni og tveimur börnum þeirra í gíslingu og ógnaði þeim með skotvopni.
–Staðan, Bolabítur fyrsti?
Lillian klappaði létt á hnappinn þannig að hún gæti talað í fjarskiptabúnaðinn sem festur var á eyrað á henni undir hjálminum. –Ég er að koma að bakdyrunum, foringi.
–Móttekið. Bíddu áður en þú ferð inn.
Einn af nýjustu liðsmönnum hópsins, Philip
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók