Flýtilyklar
Ást og undirferli
Laumuspil
Lýsing
Hann lyfti kraganum á leðurjakka sínum og reyndi þannig að verjast köldum gustinum frá Smoky fjöllunum. Síðan arkaði hann af stað og varð litið til hægri þar sem hann sá heilan sæg af fólki sem hugðist fá sér snöggan kvöldverð á
skyndibitastað sem þar var til húsa. Þreytulegir foreldrar pöntuðu mat inn um lúgurnar og í aftursætunum sátu krakkar sem ýmist hlógu eða grétu út um opna bílgluggana. Enginn virtist taka eftir því sem átti sér stað utan geislanna frá ljósaskiltunum. Fáir gerðu það alla jafna.
Á bak við þennan skyndibitastað var heil röð af flutningabílum sem biðu þess að taka olíu.
Síðan var önnur röð þar sem bílstjórarnir höfðu ákveðið að fá sér blund áður en þeir ækju síðasta spottann inn í Gattlinburg eða eitthvað annað.
Þarna mátti stundum sjá unglingsstúlkur eða pilta stökkva inn eða út úr svefnvögnunum og kaupa sér skyndibita innan um allt fjölskyldufólkið og enginn virtist veita þessu athygli. Það var auðvitað ástæða þess að viðskiptin gengu svona vel á þessum slóðum. En þetta voru auðvitað viðskipti sem flest sómakært fólk í Tennessee vildi vita sem minnst um.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók