Ást og undirferli

Lífshætta í óbyggðum
Lífshætta í óbyggðum

Lífshætta í óbyggðum

Published Júlí 2020
Vörunúmer 77
Höfundur Lena Diaz
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Piper hallaði sér fyrir hornið á tjaldinu sem reist hafði verið sem bráðabirgða hesthús. Hún hélt fast um vasahníf sinn. Framundan og til vinstri voru önnur risastór tjöld sem að hluta til huldu stóran, freðinn akur sem notaður var sem bílastæði fyrir gesti vetrarhátíðarinnar. Og auðvitað voru pallbíllinn og hestakerran sem hún hafði mestan áhuga á að sjá í þeim hluta bílastæðisins sem var hulinn sjónum hennar. Var Palmer enn að reyna að komast að því hvað hún hafði gert við pallbílinn hans? Eða hafði hann lagað þetta strax og hann opnaði vélarhlífina? Kannski ætti hún að laumast til
baka og gá hvort þetta bragð hefði lukkast.
Nei. Of áhættusamt. Ef hann kæmi auga á hana væri öllu lokið. Hún varð að treysta eigin áætlun, gefa sér eina mínútu í viðbót til þess að vera viss um að hann myndi ekki snúa til baka. Þá myndi hún snara sér inn fyrir og sækja það sem sannarlega var hennar eign.
Svæðið fyrir framan hestatjöldin var að mestu mannlaust utan tveggja flækinga sem enn voru að þvælast við matsöluvagnana. Flestir gestirnir sátu á áhorfendabekkjum um eitt hundrað metra í burtu, en þeim hafði verið stillt upp í tilefni af þessari sjö daga vetrarhátíð í útjaðri bæjarins Destiny í Tennessee ríki.
Allur íbúafjöldi þessa litla bæjar, og jafnvel margfalt fleiri, hefðu komist fyrir á Rolex reiðvellinum heima í Kentucky. Destiny var lítill bær við rætur Smoky fjallanna, nákvæmlega í miðri Blount sýslu.
Piper ímyndaði sér að einmitt þess vegna væri þessi vetrarhátíð haldin hér því fólk alls staðar að úr ríkinu átti auðvelt með að komast hingað.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is