Ást og undirferli

Líkið í fenjunum
Líkið í fenjunum

Líkið í fenjunum

Published Október 2015
Vörunúmer 10. tbl. 2015
Höfundur Elizabeth Heiter
Verð á rafbókmeð VSK
820 kr.

Lýsing

Strax og Isabella Cortez yfirgaf FBI ­bygginguna
fékk hún gæsahúð og skynfærin urðu ofurnæm.
Eðlisávísunin og þjálfunin sögðu henni að hún væri
ekki ein.
Hurðin skelltist fyrir aftan hana áður en hún gat
skotist aftur inn og Ella bölvaði þungu skjalatösk­
unni sem hún var með í annarri hendinni og möpp­
unum sem hún hélt á í hinni. Þótt hún væri að fara í
fyrsta alvöru fríið sitt í tvö ár tóku morðingjarnir
sér ekki endilega frí og því fylgdu málin hennar
með henni. Að því gefnu að hún kæmist í fríið.
Í kvöld var hún ein af þeim síðustu til að yfir­
gefa skrifstofubygginguna í Aquia, Virginíu. Bygg­
ingin var nokkuð frá veginum, inni í skógi, og
vopnaður vörður var við hana. Enginn átti að kom­
ast inn á bílastæðið nema atferlisgreinarnir sem
unnu þarna. Ef gestur vildi koma lét vörðurinn við
hliðið vita. Hver sá sem komst framhjá öryggis­
gæslunni var ógnun.
Hún ýtti óttanum frá sér, deplaði augunum og
reyndi að venjast myrkrinu úti. Handleggirnir
spenntust en hún sleppti ekki möppunum og greip
byssuna. Ekki enn. Ekki fyrr en hún hefði greint
ógnina. Ef hún brygðist of fljótt við yrði hún lík­
lega skotin.
Nei, eðlisávísunin sem hafði þróast á þeim
tveimur árum sem hún hafði unnið í atferlisgrein­
ingardeildinni sagði henni að láta sem hún tæki
ekki eftir neinu. Láta hann sýna sig áður en hún
yfir bugaði  hann.
Hjartað barðist of hratt í brjósti hennar, minnti
Ellu of vel á fyrstu árin hjá FBI, þegar hún var í
deild sem rannsakaði klíkustarfsemi í Dallas. Þá
hafði hún fengið byssukúlu í lærið og félagi hennar

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is