Flýtilyklar
Ást og undirferli
Loka verkefnið
Lýsing
Jonathan Carmichael ætlaði ekki að segja neinum hversu litlu hafði mátt muna að bardaginn hefði farið á annan veg.
Höggið sem hann fékk á kjálkann hafði næstum rotað hann. Sársaukinn var ógurlegur.
Hann riðaði og eitt andartak gældi hann við hugmyndina um að draga sig í hlé.
Eða jafnvel missa meðvitund. Sortinn sótti nefnilega á hann.
En Jonathan var ekki auðsigraður.
Hann settist á hækjur sér og sveiflaði fætinum. Árásarmaðurinn var ekki nógu snar í snúningum til að forðast höggið og skall svo harkalega á jörðina að hann náði varla andanum.
Jonathan var ekki í alveg nógu góðu líkamlegu formi og hann var eftir sig eftir hnefahöggið, en vissi að leiguhrottinn myndi ekki liggja kyrr og játa sig sigraðan. Auk þess þurfti hann að vernda tiltekna manneskju.
Út undan sér sá Jonathan að dyrnar fyrir aftan hann og vinstra megin voru enn lokaðar.
Skyldi Martin hafa læst hurðinni eins og honum hafði verið sagt að gera?
–Þú færð þetta borgað, stundi hrottinn, en Jonathan hafði engan tíma til að hlusta á ræðuhöld. Hann snerist á hæli og gaf náunganum einn á glannann. Hrottinn missti þegar rænuna. Höfuðið skall í gólfið og líkaminn varð máttvana.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók