Flýtilyklar
Ást og undirferli
Maður aðgerða
Lýsing
Handan afgirta svæðisins stóðu hópar fréttamanna mismunandi fjölmiðla með allan sinn búnað og aðstoðarmenn sem jók meira á ringulreiðina. Þar fyrir handan stóðu almennir áhorfendur… glóparnir… í von um að verða vitni að einhverju spennandi og fönguðu uppákomuna frá öllum sjónarhornum á snjallasímana sína.
Þrír náungar höfðu tekið sextán manns í gíslingu eftir misheppnaða tilraun til bankaráns í útjaðri Phoenix í Arizona. Andrea hefði verið sautjándi gíslinn ef hún hefði ekki áttað sig á hvað var í aðsigi þegar henni varð litið framan í einn ræningjann. Reiði og ofbeldi var það sem hún las úr svip hans.
Andrea var einungis nítján ára gömul en snillingur í að túlka svipbrigði og líkamstjáningu fólks og átta sig á hvenær hættu stafaði af fólki… mögulega sökum þess hve oft hún hafði þurft að beita þessum hæfileikum til að forðast hnefa frænda síns. En hvað sem því leið, þá höfðu þessir hæfileikar rekið hana til að forða sér út úr bankanum áður en ræningjarnir létu til
skarar skríða. Þeir höfðu ekki komið saman inn í bankann en hún áttaði sig strax á að þeir unnu sem teymi. Hún hafði sömuleiðis samstundis
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók