Flýtilyklar
Ást og undirferli
Mannshvarf
Lýsing
Fikniefnalögregluþjónninn Mark Hudson, sem jafnan var kallaður Hud, var ánægður í starfi. Honum fannst gott að vera í starfi sem hann hafði trú á. Hann kom í veg fyrir að fólk gerði eitthvað slæmt og verndaði saklausa borgara. Nokkrir þeirra sem hann hafði tekið höndum höfðu meira að segja snúið við blaðinu og hann taldi sig hafa átt þátt í ákvörðun þeirra. Hins vegar hafði hann lítið gaman af að kljást við menn eins og þann sem stóð andspænis honum þessa stundina. Dallas Wayne Braxton var stór, herskár maður. Brotinn handleggur, tvö brotin rifbein, brotið nef og tvö glóðaraugu drógu aðeins lítið eitt úr baráttufýsn hans. Með bólgnum augum starði hann eins og reitt dýr, en röddin minnti á vælugjarnt barn. –Hann birtist bara allt í einu og réðst á mig, sagði hann við Hud og félaga hans í úrvalssveitinni, Jason Beck. –Þetta er stórhættulegur brjálæðingur. Þið verðið að stöðva hann.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók