Flýtilyklar
Ást og undirferli
Mannslíf í húfi
Lýsing
Hvar er hún?
James fitlaði við bjórglasið sitt og horfði á
sjónvarpið fyrir ofan barinn með öðru auganu. Hann sat í horninu og sá yfir alla krána
og enda þótt hann væri lítið fyrir golf voru
myndirnar frá golfkeppninni það skásta sem
um var að vera á þessari stundu.
Hann leit á úrið sitt, lagði glasið á borðið
og fékk sér handfylli af jarðhnetum. Kelly
var yfirleitt stundvís, en ef til vill hafði
dagurinn verið langur eða umferðin mikil.
Það rigndi og ökumenn í Washington misstu
stundum vitið þegar dropi kom úr lofti. Ef
hún kæmi ekki fljótlega drykki hann bjórinn
sem hann hafði keypt handa henni. Hann
myndi bara gera henni greiða með því.
Engum fannst volgur bjór góður.
–Viltu annan, James? kallaði Danny og
þurrkaði af barborðinu.
James hristi höfuðið. –Ekki strax, takk.
Ekki fyrr en ég er búinn með bjórinn hennar
Kelly.
–Ætti hún ekki að vera komin?
Eins og eftir pöntun opnuðust dyrnar og
Kelly kom askvaðandi inn, alvarleg á svip og
strauk regndropana af yfirhöfninni. Hún
veifaði til Dannys á leiðinni að borðinu, settist síðan og stundi og tæmdi svo úr bjórflöskunni í einum teyg. James rak upp stór
augu. Hún setti síðan flöskuna á borðið og
ætlaði að biðja um aðra, en Danny var þá
kominn með flöskuna og br