Ást og undirferli

Mannvonska
Mannvonska

Mannvonska

Published Ágúst 2021
Vörunúmer 90
Höfundur Cindi Myers
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Manns saknað:

Talinn hættulegur 25 þúsund dala verðlaun Stóra tilkynningin sem hékk á korktöflunni á pósthúsinu vakti athygli næstum hvers einasta viðskiptavinar, en það var ljósmyndin fyrir neðan orðin sem olli því að Eve Shea fékk hnút í magann. Myndin af dökkhærða, skarpleita útivistarmanninum með hvössu, bláu augun hafði sennilega verið tekin af fyrirtækjakorti en minnti meira á fangamynd þegar samhengið var haft í huga.

Eftirlýstur: Dane Trask 43 ára, 188 cm, 82 kg Blá augu, dökkt hár Vopnaður og hættulegur Hringdu í númerið hér að neðan ef þú veist um dvalarstað þessa manns. Dane, hvar ertu og hvað hefurðu gert? hugsaði Eve með sér meðan hún starði á myndina af fyrrverandi ástmanni sínum, sem hana hafði eitt sinn dreymt um að giftast. Eve fann til með honum enda þótt þau hefðu slitið sambandinu fyrir hálfu ári. Hann hafði ekki verið maðurinn sem hún þarfnaðist en hún trúði því að hann væri góðmenni. Nú sögðu fjölmiðlarnir að hann hefði

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is