Flýtilyklar
Ást og undirferli
Minningar um morð
Lýsing
Jack Cowan rannsakaði mál morðingja, nauðgara og annarra úrþvætta á hverjum degi. Hann handjárnaði hvern einasta þeirra með ómældri ánægju. Hins vegar þótti honum grábölvað að geta ekki handtekið morðingjann sem hann langaði allra mest til að klófesta. Þennan dag gekk Jack út úr búningsklefunum í líkamsræktarstöðinni og sá hvar Ric Ortiz var að hlaupa á bretti. Brettið við hliðina á honum var laust. Gott. Ortiz var eina tenging Jacks við myrtu konuna og eina vitnið. Þar með var Ortiz líka eina von hans. Mennirnir tveir hittust svo sem nokkuð oft og Jack þurfti ekki að skipuleggja fundi þeirra. Í bæ eins og Leclaire var það algengt. Þó að bærinn væri meðal þeirra tuttugu fjölmennustu í Washingtonríki og þarfnaðist sárlega meiri löggæslu var hann líka svo lítill að kunningjar hittust oft af tilviljun úti í búð eða annars staðar. Til dæmis í ræktinni. Þeir Ric höfðu verið bekkjarbræður og saman í liði í knattspyrnu og hafnabolta. En svo hafði líf þeirra beggja verið lagt í rúst, hvort með sínum hætti
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók