Flýtilyklar
Ást og undirferli
Minnisleysi
Lýsing
Svik Mikes gerðu það að verkum að hann
ákvað að flytja úr fjölskyldusetrinu og taka á leigu
lítið hús í norðanverðri Raleighborg. Í raun langaði hann ekki til að vera of nálægt fjölskyld unni.
Hann kærði sig ekki um að hugsa um ástæður
þess, en fann á sér að eitthvað skelfilegt vofði yfir.
Hann snarstansaði fáeinum skrefum frá dyrunum að innri skrifstofunni. Skelfingin gagntók
hann þegar hann sá að dyrnar voru opnar í hálfa
gátt.
–Owens? kallaði hann aftur, en vissi að hann
fengi ekkert svar. Sam hafði verið í sérsveitunum
í áratug og fann á sér þegar ofbeldi hafði átt sér
stað. Hann fann næstum lyktina af því.
Hann opnaði dyrnar og bjó sig undir það versta.
Skrifstofa Owens var í rúst. Skjöl og pappír ar lágu
á víð og dreif. Owens lá hjá brotnum tölvuskjá.
Augun voru opin en blóðpollur undir höfðinu.
Sam tók varla eftir dauðaþefnum í herberginu.
Hann hafði fundið lyktina af dauðanum svo oft.
Hann hljóp til Owens, en vissi að hann var dáinn og að hann gæti ekkert gert. Hann þreifaði
eftir púlsi og kom þá auga á kringlótt gat á enninu á sálfræðingnum. Þarna hafði atvinnumaður
verið að verki.
Sundurslitnar myndir birtust í huga hans.
Honum varð þungt um andardrátt. Hann stóð upp,
tók andköf og svitnaði. Í nótt hafði hann dreymt
að hann hefði drepið einhvern. Hann hallaði sér
upp að veggnum, horfði á hendurnar á sér og
reyndi að henda reiður á því hvað væri veruleiki
og hvað ímyndun hans þjáða og skemmda hugar.
Hvenær lyki þessari vítisvist? Hvenær yrði hann
aftur samur maður?
Eitt var öruggt. Owens myndi ekki hjálpa honum framar.
Hann horfði aftur í lófana á sér eins og þar
væri svarið að finna. En svörin voru vitaskuld
engin.
Hann gæti auðveldlega hafa drepið Owens á