Flýtilyklar
Ást og undirferli
Sprengingin
Lýsing
Þetta var ekki ástæðan fyrir því að hún gekk til liðs við lögregluna í Battle Mountain.
Alma Majors, lögregluforingi í varaliðinu, stakk hælnum í moldina og reyndi að komast hjá því að detta á andlitið ofan í gilið. Hún var með vasaljósið í annarri hendi og reyndi að halda jafnvæginu með hinni. Moldin
hrundi undan henni og veröldin snerist.
Hún gat ekki haldið aftur af ópinu í brjósti sér. Sársaukinn endurkastaðist um höfuð kúpuna á henni þegar stjörnurnar breyttust hvað eftir annað í hvít strik. Þetta var fyrsti dagurinn hennar í vinnunni og hún hafði þegar gert sig að fífli.
–Fjandinn.
Hana verkjaði í liðina þegar hún reyndi að setjast upp. Skothelda vestið gerði henni erfitt um vik. Mold þakti gómana á henni og náði ofan í lungun. Hún hélt fyrir munninn og hóstaði megninu af henni upp úr sér.
Vasaljósið hafði lent skammt frá henni.
Geislinn skar myrkrið og varpaði skuggum á steina og kletta. Hún leit upp og áleit að hún hefði fallið sextán til sautján metra niður þverhnípið. Hún kom sér fyrir á aumri mjöðminni og seildist í vasaljósið.
Hvern skrambann var hún að gera þarna?
Fyrir ári hafði hún verið hamingjusamlega gift, átt vegabréf með tugum stimpla,
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók