Ást og undirferli

Stjórnlaus þrá
Stjórnlaus þrá

Stjórnlaus þrá

Published Apríl 2019
Vörunúmer 62
Höfundur Janie Crouch
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Það mátti segja margt um Caroline en lygari var hún ekki. Lífið var of stutt til að lifa í lygi.
Hún hafði lært það af biturri reynslu átján mánuðum áður.
Hún minnti sjálfa sig á að hringja í símafyrirtækið eða skoða hvernig ætti að blokka skilaboð á símanum eftir vinnu í kvöld.
Því hún hafði klárlega ekki tíma til að gera það núna. Hún þurfti að takast á við raunverulega neyð. Þegar sjúkrabíllinn stöðvaðist stökk Caroline út farþegamegin og skoðaði ringulreiðina í kringum sig.
Hún dró andann djúpt þegar hún litaðist um meðal bílflakanna og reyndi að meta hvað hún þyrfti að gera fyrst. Þykk morgunþokan sem læðst hafði inn frá ströndinni hjá Corpus Cristi gerði allt erfiðara... sérstaklega dauðaslys.
Sem bráðaliði voru slys og slasað fólk daglegt brauð hjá henni. Sem betur fer þurfti hún ekki oft að koma að svona aðstæðum: sjö bílum sem lent höfðu í hræðilegum árekstri.
Hún snéri sér að samstarfskonu sinni sem var að koma út úr sjúkrabílnum.
–Kimmie, kallaðu á aðstoð. Við þurfum hjálp. Margir slasaðir. Láttu þau vita.
Kimmie gerði það strax en Caroline rannsakaði stöðuna betur. Þokan hafði átt stóran þátt í þessu fjölmenna slysi á hraðbrautinni en enn stærri þátt mátti rekja til einhvers bjána

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is